Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 01. desember 2023 22:09
Hafliði Breiðfjörð
Cardiff, Wales
Glódís: Þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Ísland fer í umspil um áframhaldandi veru í A deild Þjóðadeildarinnar eftir 2-1 sigur á Wales ytra í kvöld.

Fótbolti.net ræddi við Glódísi Perlu Viggósdóttur landsliðsfyrirliða eftir leikinn.


Lestu um leikinn: Wales 1 -  2 Ísland

„Við ætluðum að vinna í dag og mér fannst við gera það gríðarlega vel. Þetta var kannski ekki ótrúlega fallegt í 90 mínútur eins og leikur spilaðist þá var þetta svona í dag en ég er mjög stolt af liðinu að hafa náð að klára þetta," sagði Glódís.

Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar í upphafi leiks en það kom meiri ró í mannskapinn eftir að liðið komst yfir.

„Veit ekki hvort það var eitthvað stress í byrjun leiks. Við vorum ekki að þora að halda í boltann og færa hann inn á miðjuna því það var gríðarlega mikið pláss inn á miðjunni. Við vorum aðeins betri með boltann í seinni og skapa okkur betri stöður, heilt yfir er ég mjög ánægð með liðið," sagði Glódís.

„Það breytir leiknum töluvert þegar við fáum 1-0. Eftir að við skorum kemur aðeins meiri ró í okkur. Við þurfum að læra af því að við þurfum ekki alltaf að skora áður en að við getum slakað á með boltann."

Glódís og Ingibjörg Sigurðardóttir hófu leikinn saman í miðverðinum en Arna Sif Ásgrímsdóttir kom inn á sem varamaður undir lokin og breytti Steini þá í fimm manna varnarlínu en Wales minnkaði muninn í uppbótatíma.

Glódís var vonsvikin að fá á sig mark í þessari stöðu.

„Það tekur alltaf smá tíma að finna aftur línurnar. Það er pirrandi þegar við erum komnar með fimm manna línu að þá eigum við ekki að vera í undirtölu inn á teignum," sagði Glódís.


Athugasemdir
banner