Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 02. mars 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola um Garcia: Hann mun spila fyrir Barcelona
Eric Garcia er á leið til Barcelona
Eric Garcia er á leið til Barcelona
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur staðfest þær fregnir um að Eric Garcia sé á leið til Barcelona.

Garcia er tvítugur miðvörður en hann kom til Man City frá Barcelona árið 2017.

Hann hefur verið frábær með City þegar hann hefur spilað en hann hefur spilað níu leiki á þessu tímabili.

Samningur hans við félagið rennur út í sumar en hann hafnaði samningstilboði frá City á síðasta ári. Guardiola staðfesti svo á blaðamannafundi í gær að Garcia sé á leið til Barcelona.

„Ég lít á Eric Garcia sem son minn. Hann var besti miðvörðurinn okkar á síðasta tímabili eftir útgöngubannið. Hann gerði aldrei mistök og spilaði í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar," sagði Guardiola.

„Hann mun spila fyrir Barcelona og hann er enginn venjulegur leikmaður. Hann er topp leikmaður og var ekki valinn í síðustu tvo leiki City og það braut í mér hjartað. Þetta er ástæðan fyrir því að það er erfitt fyrir alla stjóra þegar þú ert með hóp. Þú getur ekki ímyndað þér tilfinninguna," sagði hann ennfremur.

Garcia mun gera fimm ára samning við Barcelona í sumar og verður því samningsbundinn til 2026.
Athugasemdir
banner
banner