Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 02. mars 2024 12:52
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pulisic fékk líflátshótanir eftir hasarinn í gær
Mynd: Getty Images

Það er allt kolvitlaust á Ítalíu eftir leik Lazio og Milan í gær en Christian Pulisic leikmaður Milan hefur m.a. fengið mjög ljótar líflátshótanir.


Milan vann leikinn 1-0 en Noah Okafor skoraði eina mark leiksins þegar skammt var til leiksloka.

Þetta var erfiður róður fyrir Lazio en Luca Pellegrini var rekinn af velli eftir tæplega klukkutíma leik og í uppbótatíma fengu Adam Marusic og Matteo Guendouzi einnig að líta rauða spjaldið.

Mikil reiði hefur myndast og hefur Pulisic fengið að kenna á því. Undir lok leiksins ætlaði Guendouzi að skýla boltanum útaf þar sem leikmaður Lazio lá meiddur á vellinum en Pulisic sá það ekki og náði í boltann og ætlaði að bruna upp völlinn.

Guendouzi reif Pulisic niður og fékk að líta rauða spjaldið en margir hafa gagnrýnt dómarann fyrir frammistöðu sína í leiknum. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að hann verði settur í kælingu í mánuð.


Athugasemdir
banner
banner
banner