Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mið 02. apríl 2025 14:30
Elvar Geir Magnússon
Böddi: Erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni
Böðvar hefur leikið sem miðvörður hjá FH í síðustu leikjum.
Böðvar hefur leikið sem miðvörður hjá FH í síðustu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er spennandi, óskrifað blað og allt getur gerst. Það er spenningur og ég er peppaður fyrir tímabilinu," segir Böðvar Böðvarsson, varnarmaður FH.

Böddi spjallaði við Fótbolta.net á kynningarfundi Bestu deildarinnar en FH-ingar hefja leik á mánudaginn, gegn Stjörnunni í Garðabæ. Frammistaða FH í gegnum undirbúningstímabilið hefur verið stigvaxandi.

„Jú algjörlega. Það voru margir leikir í byrjun undirbúningstímabilsins sem minntu á úrslitakeppnina í fyrra. Andlausir og óskipulagðir, og ekki að hjálpa hvor öðrum. Svo áttuðum við okkur á hvað gerir okkur góða og getur gefið okkur úrslit. Ef við höldum fast í þau gildi þá eru okkur allir vegir færir," segir Böðvar.

Mikil umræða var um hið svokallaða Skessumál í vetur, var það eitthvað sem þjappaði liðinu saman?

„Nei, svosem ekki. Ég hef allavega ekkert pælt í því persónulega. Við leikmenn erum kannski ekki beittustu hnífarnir í skúffunni og skiljum ekki einhver bókhaldstrix og eitthvað þannig."

Talað hefur verið um þörf FH á að fá miðvörð en Böddi, sem er í grunninn bakvörður, hefur verið að leysa þá stöðu.

„Ég hef verið að spila þetta í síðustu leikjum og það hefur gengið ágætlega. Það er margt sem maður á kannski eftir ólært í þeirri stöðu. Maður þarf smá tíma til að ná henni 100% en eins og í síðustu leikjum hefur liðið spilað þannig að við höfum náð að fela veikleika okkar sem einstaklinga og það er einkenni góðra liða. Ef við höldum því áfram í sumar þarf ég ekki að hafa áhyggjur, sama hvaða stöðu ég spila."

Þú ert alveg tilbúinn í að leysa þessa stöðu þegar á þarf að halda?

„Já algjörlega, þetta hentar mér ágætlega. Í stað þess að vera að góla þarna í bakverðinum er maður með allan völlinn fyrir framan sig í miðverðinum og getur kannski stjórnað hlutunum betur eins og þú vilt hafa það. Ég er tilbúinn að spila þessa stöðu eins mikið og þörf er á."

Í viðtalinu, sem sjá má í heild í sjónvarpinu hér að ofan, talar Böddi um markmið FH að vera í efri hlutanum og um leikinn gegn Stjörnunni en FH-ingum hefur gengið illa í leikjum gegn Garðabæjarliðinu. Svona er fyrsta umferðin í Bestu deildinni:

laugardagur 5. apríl
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)

sunnudagur 6. apríl
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)

mánudagur 7. apríl
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir
banner