Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 02. maí 2021 20:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klifraði upp á markið á Old Trafford - Féll er bolta var sparkað
Mynd: Getty Images
Hópur af stuðningsfólki Manchester United braust inn á Old Trafford í dag til að mótmæla eigendum félagsins, Glazer fjölskyldunni.

Leikur Man Utd og Liverpool átti að fara fram í dag en honum var frestað af öryggisástæðum.

Sjá einnig:
Alltaf til hálfvitar en fólk hefur rétt á að mótmæla - „Meira á leiðinni"

Einn af stuðningsmönnum Rauðu djöflanna ákvað að klifra upp á annað markið á vellinum. Það endaði ekki vel fyrir hann því annar stuðningsmaður ákvað að sparka bolta á meðan hann var þar uppi.

Hann datt niður en hann virtist vera á leið niður þegar boltanum var sparkað í markið.

Myndband af þessu hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum en hægt er að sjá það hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner