PSG undirbýr tilboð í Rashford og hefur líka áhuga á Luis Díaz - Boehly reynir að selja Lukaku og Kepa til Sádi-Arabíu - Brighton óttast að missa...
   fim 02. júlí 2020 12:18
Magnús Már Einarsson
Kolbeinn telur að hann hafi fengið kórónaveiruna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson, framherji AIk og íslenska landsliðsins, telur að hann hafi verið með kórónaveiruna í vor.

„Ég var veikur í 1-2 mánuði og kannski var þetta kórónaveiran, ég veit það ekki," sagði Kolbeinn við Robert Laul hjá Aftonbladet í Svíþjóð.

Kolbeinn hefur ekki fengið staðfestingu á veikindum sínum. „Ég var hins vegar lengi frá vegna veikinda. Til dæmis missti ég bragð og lyktarskyn í langan tíma. En ég er góður núna," sagði Kolbeinn.

Kolbeinn spilaði fyrsta klukkutímann í 2-2 jafntefli gegn Malmö í sænsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og lagði upp mark.

Tveir leikmenn Malmö eru taldir vera með kórónaveiruna en þeir eru í rannsóknum núna og koma ekki nálægt öðrum leikmönnum liðsins á meðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner