Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. ágúst 2020 17:25
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Arnór Ingvi í sigurliði Malmö - Guðrún tapaði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Göteborg 0 - 3 Malmö
0-1 Anders Christiansen ('5, víti)
0-2 Amin Sarr ('18)
0-3 Jo Inge Berget ('83)

Arnór Ingvi Traustason spilaði fyrstu 69 mínúturnar er Malmö sigraði sinn fimmta deildarleik í röð í dag. Malmö kíkti til Gautaborgar í annað sinn á nokkrum dögum eftir að hafa tapað úrslitaleik sænska bikarsins þar á fimmtudaginn, en þá var Arnór Ingvi ónotaður varamaður.

Í dag var sagan önnur því Malmö tók forystuna með marki úr vítaspyrnu snemma leiks og tvöfaldaði Amin Sarr forskotið á átjándu mínútu.

Jo Inge Berget gerði út um leikinn með þriðja marki Malmö á 83. mínútu og er liðið á toppi sænsku deildarinnar með 25 stig eftir 12 umferðir, einu stigi fyrir ofan Norrköping sem á leik til góða.

Växjö 1 - 0 Djurgården
1-0 Signe Andersen ('76, víti)

Í efstu deild kvenna lék Guðrún Arnardóttir allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Djurgården í 1-0 tapi gegn Växjö.

Gestirnir frá Djurgården eyju voru betri í leiknum en tókst ekki að koma knettinum í netið.

Liðin eru jöfn um miðja deild eftir viðureignina, bæði með átta stig eftir átta umferðir.

Það er gífurlega stutt á milli liða í botnbaráttunni þar sem botnlið Umeå er með sex stig. Eksilstuna United er í sjötta sæti af tólf með átta stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner