Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mán 02. ágúst 2021 09:00
Victor Pálsson
Ntcham farinn frá Celtic (Staðfest)
Miðjumaðurinn Olivier Ntcham hefur yfirgefið herbúðir Celtic í skosku úrvalsdeildinni.

Þetta staðfesti leikmaðurinn sjálfur á Instagram í gær en hann spilaði með Celtic í þrjú og hálft ár.

Lið á Englandi hafa sýnt þessum 25 ára gamla leikmanni áhuga en hann var lánaður til Marseille í janúar í fyrra.

Ntcham er nú samningslaus og ákvað ekki að framlengja og er því frjáls ferða sinna.

Ntcham kom til Celtic frá Englandi árið 2017 en hann var þá á mála hjá Manchester City.

Marseille gat fengið leikmanninn endanlega í sumar en ákvað að nýta sér ekki þann möguleika.
Athugasemdir
banner
banner