Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
   mán 02. október 2023 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Granit Xhaka sáttur með að fá loksins vinnufrið
Mynd: EPA
Svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka var keyptur til Bayer Leverkusen í sumar eftir sjö stormasöm ár hjá Arsenal.

Á tíma sínum hjá Arsenal var Xhaka fyrirliði um tíma en missti svo bandið eftir að honum lenti upp á kant við stuðningsmenn félagsins.

Að lokum náðist sátt á milli Xhaka og stuðningsmanna en miðjumaðurinn ákvað þó að skipta um félag í sumar þrátt fyrir vilja Mikel Arteta og þjálfarateymisins að nota hann í smærra hlutverki en áður.

„Tíma mínum hjá Arsenal var lokið svo ég ákvað að fara. Helsti munurinn er að í Leverkusen færðu vinnufrið," segir Xhaka, sem er strax orðinn mikilvægur hlekkur undir stjórn Xabi Alonso.

„Hérna eru engin læti, það er auðveldara að einbeita sér. Pressan hjá Arsenal er á öðru stigi heldur en hjá Leverkusen, en hér erum við samt með háleit markmið og gríðarlega efnilegan leikmannahóp."
Athugasemdir
banner
banner