Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   lau 02. desember 2023 22:50
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Öruggt hjá Milan - Genoa saknar Alberts
Fikayo Tomori skoraði í sigri Milan
Fikayo Tomori skoraði í sigri Milan
Mynd: EPA
Pedro gerði sigurmark Lazio
Pedro gerði sigurmark Lazio
Mynd: EPA
AC Milan vann annan leik sinn í röð í Seríu A á Ítalíu í dag á meðan Alberts-lausir Genoa-menn gerðu 1-1 jafntefli við botnbaráttulið Empoli.

Albert er frá vegna meiðsla og gat því ekki verið með Genoa annan leikinn í röð.

Ruslan Malinovskiy hefur að vísu gert ágætlega í fjarveru hans, en hann skoraði í síðasta leik og aftur í dag.

Matteo Cancellieri jafnaði metin fyrir Empoli þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og sættust því liðin á að deila stigunum. Genoa er í 15. sæti með 15 stig en Empoli í 17. sæti með 11 stig.

Milan vann þá þægilegan 3-1 sigur á Frosinone á San Siro í Mílanó-borg.

Serbneski framherjinn Luka Jovic skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið undir lok fyrri hálfleiks með góðu skoti og þá tvöfaldaði Christian Pulisic forystuna snemma í þeim síðari.

Fikayo Tomori gerði þriðja markið af stuttu færi áður en gestirnir minnkuðu muninn eftir laglega aukaspyrnu Marco Brescianini. Milan er í 3. sæti með 29 stig en Frosinone í 11. sæti með 18 stig.

Lazio lagði þá Cagliari að velli, 1-0. Pedro Rodriguez skoraði eina mark leiksins á 8. mínútu.

Úrslit og markaskorarar:

Genoa 1 - 1 Empoli
1-0 Ruslan Malinovskiy ('37 )
1-1 Matteo Cancellieri ('67 )

Lazio 1 - 0 Cagliari
1-0 Pedro ('8 )
Rautt spjald: Antoine Makoumbou, Cagliari ('27)

Milan 3 - 1 Frosinone
1-0 Luka Jovic ('43 )
2-0 Christian Pulisic ('50 )
3-0 Fikayo Tomori ('74 )
3-1 Marco Brescianini ('82 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 7 5 1 1 11 4 +7 16
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
12 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
13 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner