Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   lau 02. desember 2023 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neves segir að hann fari ekki til Newcastle
Neves í leik með Al-Hilal
Neves í leik með Al-Hilal
Mynd: EPA

Ruben Neves leiknmaður Al-Hilal í Sádí-Arabíu er ánægður hjá félaginu og segist ekki vera á leið til Newcastle.


Félög í ensku úrvalsdeildinni samþykktu reglubreytingu um það að félög sem deila sömu eigendum mega senda leikmenn á milli í janúar glugganum.

Það komu fréttir af því að Newcastle myndi fá Neves á láni í janúar en leikmaðurinn blæs á þær sögusagnir.

„Ég fer ekki. Þetta eru slúðursögur út af eigendum félagana og því að ég hef spilað á Englandi áður. Það var áhugi frá Newcastle áður en ég kom hingað en ég er mjög ánægður hér, fjölskyldan er mjög ánægð svo mér líður mjög vel," sagði Neves.

Neves var í liði Al-Hilal sem lagði Al-Nassr 3-0 í toppbaráttuslag í efstu deild í Sádí-Arabíu í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner