Davies, Dibling, Wharton, Zirkzee, Tah og fleiri góðir koma við sögu
   lau 02. desember 2023 13:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pochettino: Þurfum að gefa Caicedo tíma
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Moises Caicedo gekk til liðs við Chelsea frá Brighton í sumar fyrir 115 milljónir punda en mikil ferðalög í landsleiki hefur orðið til þess að hann hafi ekki fengið mörg tækifæri til að sanna sig.


Caicedo sagði í viðtali á dögunum að hann hafi átt eriftt uppdráttar fyrst þegar hann kom til Brighton og eyddi miklum tíma á hótelinu hágrátandi og með mikla heimþrá.

Hann hefur þrisvar sinnum farið í verkefni með landsliði Ekvador síðan hann gekk til liðs við Chelsea og stundum komið aftur til Englands á leikdegi.

Mauricio Pochettino stjóri Chelsea segir að Caicedo þurfi tíma til að komast inn í hlutina hjá félaginu.

„Við vissum hvað myndi gerast þegar við keyptum hann. Hann er tilfinningaríkur maður sem þarf tíma til að aðlagast," sagði Pochettino.

„Landsleikirnir hjálpuðu ekki, að ferðast til Ekvador, ferðast til Suður Ameríku. Það er erfitt í hverjum einasta mánuði svo kemur hann aftur til baka og stundum smá meiddur."

„Það er ekki afsökun en svona er þetta. Nú þurfum við tíma, auðvitað vil ég að liðið standi sig alltaf, það er okkar hugarfar. Í sumum tilfellum eins og með hann þurfum við að gefa tíma og ekki vera ósanngjörn í því hvernig við metum hann."


Athugasemdir
banner
banner