Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 14:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno Fernandes jafnaði metin - „Aldrei víti"
watermark
Mynd: EPA

Það er hörku leikur á Wembley þar sem grannarnir í Manchester City og Manchester United eigast við í úrslitum enska bikarsins.

Staðan er orðin 1-1 en Ilkay Gundogan kom City yfir og Bruno Fernandes jafnaði metin úr vítaspyrnu.


Gundogan skoraði strax eftir 13 sekúndna leik en Fernandes jafnaði metin eftir rúmlega hálftíma leik.

Jack Grealish fékk boltann í höndina og eftir að Paul Tierney dómari leiksins skoðaði atvikið í VAR dæmdi hann vítaspyrnu.

Úr spyrnunni skoraði Fernandes af miklu öryggi. Þegar leikmenn Man Utd fögnuðu markinu fékk Victor Lindelöf einhvern aðskotahlut úr stúkunni í andlitið.


Athugasemdir
banner
banner