Dembele til Englands - Ramsdale orðaður við Bayern - Alexander-Arnold ætlar að framlengja við Liverpool
   lau 03. júní 2023 08:26
Brynjar Ingi Erluson
Moutinho og Costa fá ekki nýjan samning - Allt gert til að framlengja við Traore
Joao Moutinho yfirgefur Wolves í sumar
Joao Moutinho yfirgefur Wolves í sumar
Mynd: Getty Images
Diego Costa og Joao Moutinho, leikmenn Wolves, fá ekki nýjan samning hjá félaginu og verða því samningslausir í lok júní.

Moutinho er 36 ára gamall en hann kom frá Mónakó fyrir fimm árum síðan.

Á þeim tíma spilaði hann 212 leiki og skoraði 5 mörk en Wolves tilkynnti í gær að hann myndi yfirgefa félagið þegar samningur hans rennur sitt skeið.

Diego Costa mun einnig yfirgefa félagið. Hann kom á frjálsri sölu í september og skrifaði þá undir eins árs samning. Costa skoraði aðeins eitt mark í 25 leikjum.

Félagið er að vinna í því að framlengja við Adama Traore en samningur hans rennur einnig út lok mánaðar.

„Við værum til í að halda honum og erum svo sannarlega að reyna. Vonandi náum við samkomulagi,“ sagði Matt Hobbs, yfirmaður fótboltamála hjá Wolves.
Athugasemdir
banner