Segir ósköp eðlilegt að menn hafi verið afar pirraðir
Það var nokkur umræða um það á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Logi Tómasson eigi að fara í langt bann fyrir að ýta við Halldóri Árnasyni, aðstoðarþjálfara Breiðabliks, eftir leik liðanna í Bestu deildinni.
Það var mikil dramatík í leiknum og mikill hiti skapaðist eftir leikinn. Á meðal þess sem gerðist var að Logi ýtti Halldóri en það voru líka einhverjar aðrar stimpingar. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkinga, féll meðal annars til jarðar og sagðist hafa verið tekinn hálstaki.
Sjá einnig:
Logi fékk rautt eftir leik - Aðstoðarþjálfarinn sakaður um leikaraskap
Myndir og myndband af látunum á Kópavogsvelli - „Ekki margir á þessu landi sem færu í þann slag“
Það var mikil dramatík í leiknum og mikill hiti skapaðist eftir leikinn. Á meðal þess sem gerðist var að Logi ýtti Halldóri en það voru líka einhverjar aðrar stimpingar. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkinga, féll meðal annars til jarðar og sagðist hafa verið tekinn hálstaki.
Sjá einnig:
Logi fékk rautt eftir leik - Aðstoðarþjálfarinn sakaður um leikaraskap
Myndir og myndband af látunum á Kópavogsvelli - „Ekki margir á þessu landi sem færu í þann slag“
Arnar Gunnlaugsson var spurður í gær út í lætin sem sköpuðust í Kópavoginum, en hann var pirraður á dómgæslunni.
„Eru menn hissa á því? Í alvöru talað. Læti? Svo kemur kannski einhver kæra frá KSÍ því það voru læti á vellinum. Það eru læti sem dómaratríóið frá ykkur var að skapa með fáránlegum ákvörðunum. Menn verða pirraðir. Alvöru íþróttamenn vilja vinna titla og þeim finnst ósanngjarnt hvernig er komið fram við þá í lok leiksins. Auðvitað verða læti en í guðanna bænum ekki fara að dæma menn í einhver bönn út af látum út frá aðstæðum sem þið komið ykkur í sjálfir," sagði Arnar en hann var pirraður með tímann sem dómarateymið bætti við í uppbótartímanum og hversu lítinn slaka Víkingarnir fengu frá dómaranum.
„Þetta var harður leikur. Það var ekkert um gróf brot. Hvert einasta smáatriði fengum við brot á okkur. Blikarnir eru harðir. Þetta hefur byrjað með þessum sögum um að við séum grófasta lið deildarinnar sem er af og frá. Þið blaðamenn apið þetta eftir og þá fara dómararnir að trúa þessu. Þeir ætla ekki að leyfa Víkingum að vera harðir."
Fær Logi langt bann?
„Ég sá ekki neitt hvað gerist þá," sagði Arnar um stimpingarnar eftir leik. „Þeir eru búnir að tapa niður tveggja marka forskoti sem getur haft veruleg áhrif í deildinni. Og hvernig töpum við þeim? Hann var kominn langt fram yfir leiktímann. Svo koma einhverjar riskingar í kjölfarið, menn eru pirraðir og það er ósköp eðlilegt. Í guðanna bænum ekki vera að taka það alvarlega og kalla eftir bönnum. Alvöru glæpurinn átti sér stað í lok leiksins."
Logi fékk rautt fyrir hegðun sína eftir leikinn og er þá á leið í bann, en það er spurning hversu langt það verður. Á samfélagsmiðlum eru sumir að kalla eftir löngu banni og jafnvel er verið að kalla eftir leikbanni á Arnar fyrir viðtöl eftir leik þar sem hann gagnrýndi dómgæsluna harðlega.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var einnig spurður í það sem gerðist eftir leik og út í það að aðstoðarþjálfara hans hafði verið hrint. Hann sagði þá:
„Það er ástríða, hasar og svo eru einhverjir pústrar. Menn takast á inn á vellinum og svo takst menn aðeins á utan vallar. Ég held að það sé mikilvægt að menn geti skilið þetta eftir og haldið áfram. Það sem gerist á vellinum, það gerist á vellinum."
Athugasemdir