Robin Le Normand er genginn til liðs við Atletico Madrid. Hann skrifar undir fimm ára samning.
Þessi 27 ára gamli spænski landsliðsmaður kemur frá Real Sociedad en Atletico borgar 30 milljónir evra fyrir hann.
Le Normand er fæddur í Frakklandi en fékk spænskt ríkisfang eftir að hafa búið á Spáni í sjö ár en hann gekk til liðs við Sociedad frá Brest árið 2016.
Hann var fastamaður í liði spænska landsliðsins sem varð Evrópumeistari eftir sigur á Englandi í úrslitum á EM í Þýskalandi í sumar.
Welcome to your new home, Robin! ?????? pic.twitter.com/qoNuiaI0AL
— Atlético de Madrid (@atletienglish) August 3, 2024
Athugasemdir