Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
banner
   þri 03. október 2023 11:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkastur í 26. umferð - Þetta var skrifað í skýin
Benoný Breki Andrésson (KR)
Benoný Breki Andrésson.
Benoný Breki Andrésson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jöfnunarmarkið.
Jöfnunarmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Benoný er búinn að skora níu mörk í Bestu deildinni í sumar.
Benoný er búinn að skora níu mörk í Bestu deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin var fáránlega góð," segir Benoný Breki Andrésson, sóknarmaður KR, er hann er spurður út í leikinn magnaða gegn Breiðabliki síðasta sunnudag.

Benoný var tvisvar á skotskónum í leiknum en hann átti einnig stoðsendingu. Leikurinn endaði 4-3 þar sem KR skoraði tvisvar í uppbótartímanum. Hann er sterkasti leikmaðurinn í 26. umferð Bestu deildarinnar.

„Fyrri hálfleikurinn var hræðilegur. Við hleyptum þeim alltof léttilega í gegn og spiluðum ekki nægilega vel. Svo komum við sterkari út í seinni hálfleikinn, bara brjálaðir."

„Það vantaði að klára færin, og viljann í að skora. Við komum hungraðari út í seinni hálfleikinn."

Dramatíkin var rosaleg í lokin. Benoný gerði jöfnunarmarkið í uppbótartímanum og svo skoraði Luke Rae sigurmarkið. „Þegar við skorum jöfnunarmarkið þá pressuðum við strax eftir það. Þetta var skrifað í skýin, síðasti heimaleikur Rúnars og bara geggjað."

„Ég trúði þessu eiginlega ekki þegar ég sá þetta, maður var eiginlega bara orðlaus."

Benoný lék með Breiðabliki í yngri flokkunum og segir hann að það sé gaman að spila á móti þeim.

„Þetta eru alltaf skemmtilegustu leikirnir, gegn stærri liðunum sem eru í topp sex. Það var fáránlega gaman að vinna Blikana."

Benoný hefur verið einn besti sóknarmaður deildarinnar upp á síðkastið en hann er bara 18 ára gamall. Hann er búinn að skora níu mörk í deildinni í sumar. „Ég hef fengið sjálfstraust og það skiptir mestu máli í fótboltanum finnst mér. Í leiknum á móti Fram skoraði ég og þá hrekk ég gang, ég finn sjálfstraustið."

Hann segir sjálfstraustið vera í botni akkúrat núna. „Það er besta tilfinning í heimi þegar maður er með sjálfstraust inn á vellinum í fótbolta."

Sterkustu leikmenn:
25. umferð - Patrick Pedersen (Valur)
24. umferð - Anton Logi Lúðvíksson (Breiðablik)
23. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
22. umferð - Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan)
21. umferð - Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
20. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
19. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
18. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner