Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   þri 03. október 2023 17:20
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Toney skoraði gegn Como
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Enski framherjinn Ivan Toney er í leikbanni fram í janúar en búist er við að hann verði seldur frá Brentford í janúarglugganum.

Toney, sem hafði ekki spilað fótboltaleik síðan í maí, var með Brentford í æfingaleik gegn ítalska B-deildarfélaginu Como í dag og skoraði laglegt mark. Hann er að reyna að halda sér í góðu formi til að vera klár í slaginn þegar leikbannið rennur út eftir áramót.

Framherjinn kröftugi er gríðarlega eftirsóttur og hafa nokkur af stærstu félögum enska boltans áhuga á honum, þar sem Lundúnafélögin Arsenal, Chelsea og Tottenham hafa öll verið nefnd til sögunnar.

Toney er 27 ára gamall og hefur skorað 68 mörk í 124 leikjum á þremur árum hjá Brentford, auk þess að gefa 21 stoðsendingu.

Toney er í leikbanni vegna fjölda brota á veðmálareglum enska knattspyrnusambandsins.

Hann á aðeins eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Brentford, sem er reiðubúið til að selja hann fyrir rétta upphæð.


Athugasemdir
banner
banner
banner