Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
   mið 01. október 2025 22:16
Brynjar Ingi Erluson
Þriðja tap Lúkasar - Rangstöðulykt af öllum mörkunum
Lúkas Petersson
Lúkas Petersson
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
U21 markvörðurinn Lúkas Petersson stóð í marki varaliðs Hoffenheim sem tapaði fyrir Essen, 3-1, í C-deildinni í Þýskalandi í kvöld, en það voru nokkrar umdeildar ákvarðanir sem gerðu út um vonir Hoffenheim.

Öll þrjú mörk Essen voru umdeild. Jannik Mause kom Essen í 2-0 í fyrri hálfleiknum.

Fyrra mark hans kom eftir sendingu úr teignum sem hann stýrði síðan í netið, en Lúkas kom engum vörnum við. Mause virtist fyrir innan þegar sendingin kemur og aftur virkaði það þannig er hann gerði annað markið með skalla eftir að Lúkas hafði átt heimsklassa vörslu eftir aukaspyrnu.

Þriðja markið skoraði Kaito Mizuta er hann slapp einn í gegn eftir sendingu Ramien Safi.

Ekkert VAR er í C-deildinni og því þurfti dómarinn að treysta aðstoðardómurunum.

Hoffenheim er í 6. sæti með 14 stig eftir níu leiki, en liðið er nýliði í deildinni.


Athugasemdir
banner