Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
banner
   mið 01. október 2025 22:25
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola: Við tökum stiginu
Mynd: EPA
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segist taka stiginu sem liðið fékk í 2-2 jafnteflinu gegn Mónakó í Meistaradeildinni í kvöld.

Erling Braut Haaland kom Man City tvisvar í forystu. Jordan Teze jafnaði fyrir heimamenn með frábæru marki í fyrra skiptið og í seinna skiptið jöfnuðu þeir eftir umdeilda vítaspyrnu.

Nico Gonzalez braut af sér í teignum og eftir VAR-skoðun var vítaspyrna dæmd.

„Þetta var góður leikur. Við tókum nokkrar ákvarðanir, sköpuðum fullt af færum, en því miður vörðumst við ekki ósanngjarnri aukaspyrnu nógu vel og fáum á okkur víti. Nico kom fyrst við boltann og þetta var alls ekki viljaverk, en svona er þetta. Við erum með stig og tökum því.“

„Ég veit ekki hvort þetta var vítaspyrna, en hann dæmdi víti. Þannig er það,“
sagði stjórinn.

Haaland skoraði tvö mörk og heldur áfram góðri byrjun sinni, en hann er kominn með ellefu mörk í öllum keppnum.

„Hann er mjög góður og spilar til að skora mörk. Við verðum að finna hann, en þegar þeir spila með tvo miðverði og tvo djúpa miðjumenn þá getur það reynst erfitt, en hann skoraði samt mörk.“

Spænski miðjumaðurinn Rodri fór af velli eftir klukkutíma, en Guardiola segir að það hafi verið ákveðið. Rodri er hægt og rólega að koma sér í gang eftir að hafa verið frá meira og minna allt síðasta tímabil.

„Við tökum eitt skref í einu. Það var of mikið fyrir hann að spila 90 mínútur,“ sagði Guardiola.
Athugasemdir
banner
banner