Man Utd hefur áhuga á Valverde - Guehi gæti farið til Tottenham - Frank hefur líka áhuga á Collins
banner
   mið 01. október 2025 22:47
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir úr Meistaradeildinni: Haaland, Mendes og Ödegaard bestir
Nuno Mendes var bestur að mati UEFA
Nuno Mendes var bestur að mati UEFA
Mynd: EPA
Haaland skoraði tvö og valinn bestur hjá bæði UEFA og Sky
Haaland skoraði tvö og valinn bestur hjá bæði UEFA og Sky
Mynd: EPA
Martin Ödegaard skaraði fram úr hjá Arsenal
Martin Ödegaard skaraði fram úr hjá Arsenal
Mynd: EPA
Erling Haaland, Martin Ödegaard og Nuno Mendes voru bestu menn leiksins að mati UEFA í þremur helstu leikjunum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Haaland skoraði tvennu í svekkjandi 2-2 jafntefli gegn Mónakó og var ekkert sérlega kátur þegar hann tók við verðlaununum frá UEFA eftir leik.

Hann fær 8 fyrir frammistöðuna frá Sky Sports á meðan Gianluigi Donnarumma, markvörður Man City, fær 5 í einkunn.

Martin Ödegaard var valinn bestur hjá Arsenal sem vann 2-0 sigur á Olympiakos. Hann lagði upp seinna markið og var almennt að bjóða upp á gæðasendingar í leiknum. Óheppinn að skora ekki í restina.

London Evening Standard valdi hann einnig bestan með 9 í einkunn.

Nuno Mendes var bestur í 2-1 sigri Evrópumeistara PSG á Barcelona.

Hann lagði upp fyrra mark PSG í leiknum og varðist á köflum mjög vel gegn Lamine Yamal. Það var að vísu umdeilt hvort hann hafi átt að fá seinna gula spjaldið fyrir brot á Yamal í síðari hálfleik, en fékk það ekki þrátt fyrir mikil mótmæli frá Yamal.

Goal gaf honum aðeins 7 í einkunn, sömu og Marcus Rashford fékk fyrir frammistöðu sína með Barcelona. Rashford lagði upp eina mark Börsunga.

Einkunnir Man City gegn Mónakó: Donnarumma (5), Stones (7), Dias (7), Gvardiol (6), O’Reilly (7), Silva (6), Rodri (6), Foden (7), Reijnders (6), Doku (6), Haaland (8).
Varamenn: Gonzalez (5), Savinho (5), Nunes (6).

Einkunnir Arsenal gegn Olympiakos: Raya (8), White (6), Saliba (7), Gabriel (6), Lewis-Skelly (7), Ödegaard (9), Zubimendi (7), Merino (6), Martinelli (7), Gyökeres (6), Trossard (6).
Varamenn: Rice (6), Timber (6), Saka (8), Eze (6).

Barcelona gegn PSG: Szczesny (6), Kounde (5), Garcia (5), Cubarsi (5), Martin (6), De Jong (6), Pedri (7), Olmo (4), Yamal (5), Torres (6), Rashford (7).
Varamenn: Balde (5), Casado (5), Lewandowski (5).

PSG gegn Barcelona: Chevalier (6), Hakimi (8), Zabarnyi (7), Pacho (7), Mendes (7), Vitinha (7), Ruiz (6), Zaire-Emery (6), Mbaye (7), Barcola (6), Mayulu (7).
Varamenn: Ramos (8), Kang-In (7), Hernandez (6).
Athugasemdir
banner