Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. desember 2022 16:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
HM: Hollendingar fyrstir inn í 8-liða úrslitin
Denzel Dumfries fagnar marki sínu
Denzel Dumfries fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Holland 3-1 Bandaríkin
1-0 Memphis Depay ('10 )
2-0 Daley Blind ('45 )
2-1 Haji Wright ('76 )
3-1 Denzel Dumfries ('81 )


Holland og Bandaríkin mættust í fyrsta leik 16-liða úrslitana á HM í Katar í dag.

Bandaríkjamenn komu sterkir inn í leikinn og voru greinilega staðráðnir í að skora fyrsta mark leiksins. Það voru hins vegar Hollendingar sem náðu að refsa.

Memphis Depay kom Hollendingum yfir eftir 10 mínútna leik eftir stórkostlegt uppspil í aðdraganda marksins þar sem Hollendingar áttu 20 sendingar án þess að leikmaður Bandaríkjanna snerti boltann.

Hollendingar héldu áfram að nýta skyndisóknirnar og Daley Blind tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks.

Bæði lið fengu góð færi í upphafi síðari hálfleiks. Matt Turner í marki Bandaríkjamanna kom í veg fyrir að Holland kæmist í 3-0 þegar hann varði tvisvar í sömu sókn með glæsibrag.

Þegar um stundarfjórðungur var eftir af venjulegum leiktíma minnkaði Haji Wright muninn fyrir Bandaríkin og gaf þeim líflínu.

Denzel Dumfries gerði hins vegar út um leikinn fimm mínútum síðar þegar hann kórónaði frábæran leik sinn og skoraði þriðja mark Hollendinga. Hann átti þátt í öllum mörkum Hollands. 3-1 lokatölur og Holland er fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum.


Athugasemdir
banner