Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   lau 04. febrúar 2023 18:01
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Þessar 12 mínútur mega ekki endurtaka sig
Mynd: EPA

Jürgen Klopp var allt annað en sáttur eftir að Liverpool var skellt 3-0 á útivelli gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.


Liverpool virtist ekki mæta til leiks og voru Úlfarnir komnir í tveggja marka forystu eftir tólf mínútur. Liverpool vaknaði í kjölfarið til lífsins en tókst ekki að skora framhjá José Sá og varnarmönnum Wolves sem áttu frábæran leik.

„Byrjunin á þessum leik var óásættanleg, við megum ekki leyfa þessu að gerast. Fyrstu tólf mínúturnar voru hrikalegar en eftir þær vorum við allt í lagi. Við byrjuðum seinni hálfleikinn gífurlega vel og sýndum frábæra frammistöðu eftir leikhlé - en án þess að skora," sagði Klopp, en Liverpool hefur aðeins skorað tvö mörk í síðustu fimm leikjum í öllum keppnum.

„Við vorum betri í seinni hálfleik en svo skora þeir úr skyndisókn og drepa leikinn. Við gáfum þeim þennan sigur á fyrstu tólf mínútunum, svona má ekki gerast. Þetta má ekki gerast, það er mjög erfitt að kyngja þessu. Ég hef engar afsakanir, þessar 12 mínútur voru hryllilegar og þær mega ekki gerast aftur."

Klopp á erfitt með að setja fingurinn á raunverulega vandamálið innan herbúða Liverpool. Hann telur þetta vera samansafn ýmissa andlegra þátta sem þarf að laga.

„Það er mjög erfitt að greina vandamálið. Það vantar sjálfstraust, en þarf maður virkilega sjálfstraust til að henda sér fyrir boltann og stoppa fyrirgjöf? Auðvitað hef ég áhyggjur. Ég get ekki setið hérna og sagt að allt sé í himnalagi, því það er ekki satt.

„Einhverjir bentu á að við spiluðum 63 leiki á síðustu leiktíð og strákarnir þyrftu meiri tíma til að jafna sig - en samkvæmt mínu úri er kominn febrúar. Hversu lengi ætlar leikjaálagið frá síðustu leiktíð að hafa áhrif á leikmennina?

„Strákarnir eru kannski ekki uppá sitt besta þessa dagana en ég veit mjög vel hversu góðir þeir eru og hversu góðir þeir geta verið."


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 8 7 31 29 +2 29
13 Bournemouth 22 7 8 7 35 40 -5 29
14 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
15 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner