Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   mið 04. mars 2020 19:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Müller með alveg hörmulega hornspyrnu
Bayern München tryggði sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í gær með 1-0 sigri á Schalke á útivelli.

Joshua Kimmich gerði eina mark leiksins á 40. mínútu.

Leikurinn fer kannski ekki í sögubækurnar fyrir gríðarlega mikið skemmtanagildi, en áhorfendur gátu þó hlegið í upphafi seinni hálfleiks þegar Thomas Müller, leikmaður Bayern, tók hornspyrnu.

Það gekk ekki nægilega vel hjá fyrrum þýska landsliðsmanninum sem ætlaði að reyna að senda boltann á Philippe Coutinho. Hann sendi boltann hins vegar beint út af og var mjög svekktur með tilraunina.

Hér að neðan má sjá myndband af þessu. Líklega einhver versta hornspyrna knattspyrnusögunnar.


Athugasemdir