Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 04. maí 2021 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind Rós velur draumaliðið sitt - „Comeback ársins"
Lið Berglindar. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Berglindar. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild 50skills
Í sínum 2. landsleik um daginn
Í sínum 2. landsleik um daginn
Mynd: Getty Images
Berglind Rós Ágústsdóttir lék sinn annan A-landsleik á dögunum. Hún er í dag leikmaður Örebro í Svíþjóð en var árin á undan fyrirliði Fylkis.

Hún er búin að velja liðið sitt í Draumaliðsdeild 50 Skills. Pepsi Max-deild kvenna hefst í kvöld og til að vera með í fyrstu umferð þarf að vera búið að stafesta liðið klukkutíma fyrir leik, fyrir klukkan 17:00!!

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

Berglind fer í 3-4-3 í fyrstu umferð deildarinnar. Liðið hennar heitir FC Rós.

„Reynsluboltinn Sandra í markinu. Varnarlínan mín er mjög ung en þær eru sóknasinnaðar og eiga eftir að skila mér inn stigum. Ungar, efnilegar og eiga eftir að gera góða hluti í sumar," segir Berglind.

„Miðjan: Agla María á sínum stað og hún á eftir að vera ein sú besta í sumar. Natasha ber fyrirliðabandið og hún á eftir að eiga gott sumar með liðinu sinu. Þórdís og Hulda Hrund eru leikmenn sem eiga eftir að koma á óvart í sumar og eiga gott tímabil. Er svo með Hildi Antons bak við eyrað því hún á eftir að koma með comeback ársins."

„Framherjar: Elín Metta, Bryndís og Murielle leiða sóknina. Þær eiga eftir að skila inn mörgum stigum því þær elska að skora mörk og eru mjög góðar í því,"
sagði Berglind.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

Sjá einnig:
Orri Rafn velur draumaliðið sitt
Anna Björk velur draumaliðið sitt
Guðný Árna velur draumaliðið sitt
Berglind Björg velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner