Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 03. maí 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guðný Árna velur draumaliðið sitt - „Eins og 90% allra spilara"
Lið Guðnýjar. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Guðnýjar. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild 50skills
Í leik á dögunum
Í leik á dögunum
Mynd: Napoli
Landsliðskonan Guðný Árnadóttir leikur með Napoli í ítölsku deildinni. Hún er þar á láni út leiktíðina frá AC Milan.

Hún er búin að velja liðið sitt í Draumaliðsdeild 50 Skills. Pepsi Max-deild kvenna hefst á mrogun og til að vera með í fyrstu umferð þarf að vera búið að stafesta liðið klukkutíma fyrir leik, fyrir klukkan 17:00 á morgun!

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

Guðný stillir upp í 3-4-3 fyrir fyrstu umferðina. Nafnið hennar er einfaldlega GÁ, ekki verið að flækja það neitt.

„Auður Scheving stendur í markinu í mínu liði. Átti gott tímabil í fyrra og ég hef mikla trú á henni," segir Guðný.

„Ég er svo með mjög sóknarsinnaða þriggja manna varnarlínu sem samanstendur af Áslaugu, Barbáru og Mary Alice. Bæði fær þessi varnarlína fá mörk á sig ásamt því að skila mér nokkrum mörkum og stoðsendingum."

„Á miðjunni er ég svo með Öglu Maríu eins og 90% allra spilara í draumaliðsdeildinni og Ásdísi sem mun skila inn nokkrum fallegum mörkum. Þórdís Elva og Aníta Ýr verða svo mjög mikilvægar fyrir sín lið í sumar."

„Elín Metta fær svo bandið og leiðir sóknina ásamt Tiffany og Bryndísi,"
segir Guðný.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

Sjá einnig:
Orri Rafn velur draumaliðið sitt
Anna Björk velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner