Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 04. maí 2021 23:03
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leikmenn PSG: Dómarinn sagði okkur að fara til fjandans
Mynd: EPA
Þeir Ander Herrera og Marco Verratti, leikmenn PSG, voru allt annað en kátir við framkomu Bjorn Kuipers sem dæmdi leik PSG gegn Manchester City í kvöld.

Leikmennirnir saka Kuipers um að hafa sagt leikmönnum PSG að fara til fjandans í leiknum.

Leandro Paredes fékk að heyra það frá Kuipers, Herrera vildi allavega meina að í viðtali eftir leik.

„Dómarinn sagði Leandro Paredes að fara til fjandans, ef við segjum það þá fáum við fjögurra leikja bann," sagði Herrera við RMC Sports eftir leik.

„Hann sagði mér einnig að fara til fjandans nokkrum sinnum," sagði Verratti við sama miðil.

„Ef ég segi þetta þá fæ ég tíu leikja bann. Auðvitað segi ég helling af hlutum en ég segi honum aldrei að fara til fjandans."

PSG tapaði leiknum 2-0 og fer Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á meðan PSG er úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner