De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
   sun 04. júní 2023 15:43
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag stoltur: Eina liðið sem getur barist við City
Mynd: EPA

Erik ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United er stoltur af frammistöðu sinna manna þrátt fyrir 2-1 tap í úrslitaleik enska FA bikarsins gegn nágrönnunum í Manchester City í gær.


Ilkay Gündogan skoraði mörk City með viðstöðulausum skotum við vítateigslínuna og er Ten Hag svekktur með hversu 'ódýr' mörkin voru. Hann er þó ánægður með frammistöðu sinna manna, sem hann telur vera eina liðið í heiminum í stakk búið til að berjast gegn Man City.

„Við börðumst vel eftir að hafa lent undir og ég held að við séum eina liðið í heiminum sem getur gefið City alvöru leik. Ég er ánægður með frammistöðu liðsins," sagði Ten Hag meðal annars eftir tapið í gær.

Rauðu djöflarnir skoruðu sitt eina mark eftir umdeilda vítaspyrnu og komust nálægt því að skora annað mark en það hafðist ekki. City fékk einnig færi til að bæta við mörkum en boltinn rataði ekki í netið og urðu lokatölur 2-1 eftir spennandi og nokkuð jafna viðureign.


Athugasemdir
banner
banner
banner