„Ég er mjög sáttur við það að vera kominn í undanúrslit og sáttur við sigurinn," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA eftir 1-0 sigur á Fylki í Borgunarbikar kvenna í dag.
Sandra Mayor skoraði eina mark Þór/KA í leiknum sem nægði til þess að tryggja liðinu sigur á Fylki.
Sandra Mayor skoraði eina mark Þór/KA í leiknum sem nægði til þess að tryggja liðinu sigur á Fylki.
Lestu um leikinn: Þór/KA 1 - 0 Fylkir
„Þetta er hrikalega erfitt lið sem við eigum við hérna og þær voru sterkar og aggressívar. Þetta var ekki gefins, þetta var mjög erfitt."
Þór/KA tapaði illa fyrir Val í síðustu umferð í Pepsi-deildinni og Jóhann Kristinn segir að það hafi verið mikilvægt að taka sigurinn í dag.
„Þetta var bara nauðsynlegt og við ætluðum að byrja á því að sýna og sanna fyrir okkur að þetta voru mistök, þetta var slys og við erum búin að taka það út."
Nánar er rætt við Jóhann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir























