,,Þetta var æðislegt, smá skrekkur í okkur fyrstu 20 en um leið og markið kom var þetta engin spurning," sagði Sindri Björnsson leikmaður Leiknis eftir að liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í kvöld með 2-1 sigri á Þrótti.
Lestu um leikinn: Leiknir R. 2 - 1 Þróttur R.
Sindri hefur skorað 12 mörk fyrir Leikni í sumar og átti ekki von á að vera aðalmarkaskorari liðsins þegar mótið hófst.
,,Ég átti ekki einu sinni von á að spila þessa stöðu sem ég er í en það er ánægjulegt að þetta er að detta fyrir mann. Þetta sumar hefur verið þvílíkt ævintýri og búið að falla vel með okkur og mér. Við byrjuðum strax að sigra Grindavík og þá vissum við að við værum að fara að gera eitthvað í þessu móti."
Um leið og leik lauk var Pepsi-deildar lagið spilað í hátalarakerfinu og framkvæmdastjóri Leiknis setti upp Pepsi fána við völlinn.
,,Þetta er draumi líkast, þetta er geðveikt," sagði Sindri að lokum.
Athugasemdir






















