Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   mið 04. september 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Fleiri vilja banna hallir í efstu deild en leyfa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Meirihluti lesenda vill að ekki sé leyfilegt að vera með innanhúshöll sem heimavöll í efstu deild en þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem var á forsíðu Fótbolta.net.

Kórinn hefur lengi verið umdeildur meðal fótboltaáhugafólks en hann er heimavöllur HK í Bestu deildinni.

4.848 tóku þátt í skoðanakönnuninni og eru rúmlega 56% þátttakanda mótfallnir því að leyfilegt sé að vera með innanhúshöll sem heimavöll en tæplega 44% eru með því.

Ætti að vera bannað að vera með innanhúshöll sem heimavöll í Bestu deildinni (eins og t.d. Kórinn)?
56,11% Já (2720)
43,89% Nei (2128)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner