Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
banner
   sun 04. október 2020 17:37
Stefán Marteinn Ólafsson
Logi Ólafs: Reynum að landa sigrum og sjáum hvað gerist
Logi Ólafsson annar þjálfara FH
Logi Ólafsson annar þjálfara FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsóttu Skagamenn á Norðurálsvöllinn í dag þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram gögnu sinni. 

FH eru það lið sem eru að veita Valsmönnum hvað mestu samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í ár en Skagamenn sigla lygnan sjó um miðja deild.

Það fór svo að FH sigraði þennan leik 0-4 og var Logi Ólafs annar þjálfari FH kampa kátur með úrslitin.
„Já ég er það, sérstaklega hvað við náðum að vera skipulagðir allan tímann og svona hægt og bítandi tókst okkur að tryggja sigurinn og mér fannst okkar menn taka svona fagmannlega á verkefninu og skiluðu sigri." Sagði Logi Ólafsson annar þjálfara FH eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 FH

„Skagamenn voru ágætir í leiknum en við náðum nú svolítið að halda þeim frá okkar marki og þeir sköpuðu ekki mörg færi, við áttum svona kannski tvö ágætis færi í fyrri hálfleik en þetta er nú svona, leikurinn er í 90 mínútur plús og þú verður að nýta allan tímann."

Steven Lennon skoraði þrennu í leiknum í dag og er komin með 17 mörk í deildinni en það hlítur að muna um minna að hafa svona gæða leikann í sínu liði.
„Já, hann er nátturlega alveg frábær leikmaður og kvittaði svolítið fyrir færið sem hann misnotaði í síðasta leik en Lenny er nátturlega afburðar knattspyrnumaður og fagmannlegur á allan hátt."


FH eru það lið sem virðist ætla að veita Valsmönnum hvað mestu samkeppni um Íslandsmeitaratitilinn í sumar en þeir eru 5 stigum á eftir Valsmönnum og vonast væntanlega til þess að sjá Valsmenn fara misstíga sig.
„Við hugsum þetta kannski meira þannig að ef eitthvað myndi gerast að þá megum við ekki hafað klúðrað okkar málum og við hugsum bara um okkur sjálfa og reynum að landa sigrum og sjáum hvað gerist."

Logi vildi þá ekki gefa mikið upp um framtíð sína með félaginu og hvort það hafi verið rætt um möguleg áframhald eftir tímabilið.
„Það hefur ekki verið rætt og við getum orðað það þannig félagarnir að við verðum í næsta leik allavega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner