Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 04. október 2020 17:37
Stefán Marteinn Ólafsson
Logi Ólafs: Reynum að landa sigrum og sjáum hvað gerist
Logi Ólafsson annar þjálfara FH
Logi Ólafsson annar þjálfara FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH heimsóttu Skagamenn á Norðurálsvöllinn í dag þegar Pepsi Max deild karla hélt áfram gögnu sinni. 

FH eru það lið sem eru að veita Valsmönnum hvað mestu samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn í ár en Skagamenn sigla lygnan sjó um miðja deild.

Það fór svo að FH sigraði þennan leik 0-4 og var Logi Ólafs annar þjálfari FH kampa kátur með úrslitin.
„Já ég er það, sérstaklega hvað við náðum að vera skipulagðir allan tímann og svona hægt og bítandi tókst okkur að tryggja sigurinn og mér fannst okkar menn taka svona fagmannlega á verkefninu og skiluðu sigri." Sagði Logi Ólafsson annar þjálfara FH eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  4 FH

„Skagamenn voru ágætir í leiknum en við náðum nú svolítið að halda þeim frá okkar marki og þeir sköpuðu ekki mörg færi, við áttum svona kannski tvö ágætis færi í fyrri hálfleik en þetta er nú svona, leikurinn er í 90 mínútur plús og þú verður að nýta allan tímann."

Steven Lennon skoraði þrennu í leiknum í dag og er komin með 17 mörk í deildinni en það hlítur að muna um minna að hafa svona gæða leikann í sínu liði.
„Já, hann er nátturlega alveg frábær leikmaður og kvittaði svolítið fyrir færið sem hann misnotaði í síðasta leik en Lenny er nátturlega afburðar knattspyrnumaður og fagmannlegur á allan hátt."


FH eru það lið sem virðist ætla að veita Valsmönnum hvað mestu samkeppni um Íslandsmeitaratitilinn í sumar en þeir eru 5 stigum á eftir Valsmönnum og vonast væntanlega til þess að sjá Valsmenn fara misstíga sig.
„Við hugsum þetta kannski meira þannig að ef eitthvað myndi gerast að þá megum við ekki hafað klúðrað okkar málum og við hugsum bara um okkur sjálfa og reynum að landa sigrum og sjáum hvað gerist."

Logi vildi þá ekki gefa mikið upp um framtíð sína með félaginu og hvort það hafi verið rætt um möguleg áframhald eftir tímabilið.
„Það hefur ekki verið rætt og við getum orðað það þannig félagarnir að við verðum í næsta leik allavega."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner