Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 04. október 2022 22:02
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Nákvæmlega það sem við þurftum
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, ákvað að taka sénsa og breyta leikkerfi liðsins fyrir leikinn gegn Rangers í kvöld og gekk það eins og í sögu, en hann var hæstánægður með viðbrögð leikmanna.

Liverpool hefur hingað til verið að spila 4-3-3 leikkerfið með þrjá leikmenn á miðsvæðinu.

Það hefur ekki gengið nógu vel á þessu tímabili en Klopp gerði breytingar í kvöld. Hann skipti yfir í 4-2-3-1, með Diogo Jota fyrir aftan Darwin Nunez og þá fór liðið einnig yfir í 4-4-2 leikkerfið í leiknum.

Klopp var ánægður með viðbrögðin.

„Þetta var nákvæmlega það sem við þurftum í kvöld. Ný taktík og því þurftum við að breyta nokkrum hlutum. Við fengum fullt af færum og ímyndaðu þér ef við hefðum nýtt fleiri færi. Þetta var góður leikur og þetta var mikilvægt."

„Við fengum tvö mörk úr föstum leikatriðum. Ég elska það og það þýðir að maður þarf ekki að bíða eftir VAR."

„Við vorum óheppnir sóknarlega en ótrúlega stöðugir í varnarleiknum fyrir utan kannski síðustu mínúturnar. Þetta verður öðruvísi leikur í næstu viku,"
sagði Klopp.

Trent Alexander-Arnold hefur verið gagnrýndur fyrir varnarleik sinn á þessu tímabili, en Klopp hefur hingað til varið hann.

„Það er ekkert vandamál með varnarleikinn. Á góðum augnablikum er allt í góðu. Ef það er engin vernd þá virðist hann óvarinn. Við breyttum þessu aðeins í dag."

„Við bjuggumst við viðbrögðum í dag. Við vildum breyta þessu í eitthvað jákvætt og til þess þurfum við stöðugleika. Þá þarftu heimsklassa varnarleik og við skiluðum því í kvöld. Þetta gekk vel fyrir sig," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner