Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mið 04. október 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Duhail að ráða Christophe Galtier
Mynd: EPA
Franski þjálfarinn Christophe Galtier er við það að skrifa undir samning hjá katarska stórveldinu Al-Duhail eftir að Hernan Crespo var rekinn úr starfi eftir tap á heimavelli gegn Persepolis í gær.

Philippe Coutinho og Rúben Semedo eru meðal leikmanna Al-Duhail en frammistaða liðsins hefur ekki verið nægilega góð á upphafi tímabils. Liðið er með tíu stig eftir fimm umferðir í efstu deild í Katar og aðeins með eitt stig eftir tvær umferðir í Meistaradeildinni.

Crespo tók við Al-Duhail í mars 2022 og vann katörsku deildina á síðustu leiktíð, en er núna án starfs.

Galtier er 57 ára gamall og starfaði síðast hjá franska stórveldinu Paris Saint-Germain, þar sem hann var rekinn eftir eitt tímabil þrátt fyrir að vinna deildina.

Hann gerði flotta hluti við stjórnvölinn hjá AS Saint-Etienne, Lille og Nice áður en hann var ráðinn til PSG.
Athugasemdir
banner
banner