Aganefnd KSÍ kom saman í gær og nú er það opinbert hvaða leikmenn verða í banni í lokaumferð Bestu deildar karla um komandi helgi. Það er sérstaklega mikil spenna í fallbaráttunni.
Felix Örn Friðriksson getur ekki hjálpað sínum mönnum í ÍBV sem taka á móti Keflavík, þar sem hann tekur út bann vegna uppsafnaðra áminninga. Eyjamenn eru í fallsæti fyrir lokaumferðina.
Sindri Þór Guðmundsson og Oleksii Kovtun taka út leikbann hjá Keflavík.
Felix Örn Friðriksson getur ekki hjálpað sínum mönnum í ÍBV sem taka á móti Keflavík, þar sem hann tekur út bann vegna uppsafnaðra áminninga. Eyjamenn eru í fallsæti fyrir lokaumferðina.
Sindri Þór Guðmundsson og Oleksii Kovtun taka út leikbann hjá Keflavík.
ÍBV er tveimur stigum á eftir Fylki sem tekur á móti Fram.
Þá verður Sveinn Margeir Hauksson í banni hjá KA og Örvar Eggertsson hjá HK þegar liðin mætast á Akureyri.
Í leikbanni í efri hlutanum:
Davíð Örn Atlason verður í banni þegar Íslandsmeistarar Víkings taka á móti Val. Víkingur fær bikarinn eftir leikinn. Birkir Már Sævarsson tekur út bann hjá Val.
Tveir leikmenn Breiðabliks, Damir Muminovic og Anton Logi Lúðvíksson, verða í banni gegn Stjörnunni.
laugardagur 7. október
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)
14:00 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
14:00 Fylkir-Fram (Würth völlurinn)
14:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 27 | 21 | 3 | 3 | 76 - 30 | +46 | 66 |
2. Valur | 27 | 17 | 4 | 6 | 66 - 35 | +31 | 55 |
3. Stjarnan | 27 | 14 | 4 | 9 | 55 - 29 | +26 | 46 |
4. Breiðablik | 27 | 12 | 5 | 10 | 52 - 49 | +3 | 41 |
5. FH | 27 | 12 | 4 | 11 | 49 - 54 | -5 | 40 |
6. KR | 27 | 10 | 7 | 10 | 38 - 48 | -10 | 37 |
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. KA | 27 | 12 | 5 | 10 | 42 - 45 | -3 | 41 |
2. Fylkir | 27 | 7 | 8 | 12 | 43 - 55 | -12 | 29 |
3. HK | 27 | 6 | 9 | 12 | 41 - 55 | -14 | 27 |
4. Fram | 27 | 7 | 6 | 14 | 40 - 56 | -16 | 27 |
5. ÍBV | 27 | 6 | 7 | 14 | 31 - 50 | -19 | 25 |
6. Keflavík | 27 | 2 | 10 | 15 | 27 - 54 | -27 | 16 |
Athugasemdir