Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 04. desember 2020 21:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
San Paolo orðinn að Diego Armando Maradona leikvanginum
Maradona á skjánum á Diego Armando Maradona leikvanginum.
Maradona á skjánum á Diego Armando Maradona leikvanginum.
Mynd: Getty Images
Napoli staðfesti í dag að heimavöllur liðsins muni frá og með deginum í dag heita Diego Armando Maradona leikvangurinn.

Völlurinn hét áður San Paolo en eftir að goðdsögnin Maradona lét lífið í síðustu viku var ákveðið að völlurinn skuli bera nafn Maradona.

Maradona lést þann 25. nóvember þá sextugur að aldri. Hann lék með Napoli í sjö ár á sínum ferli og vann deildina með félaginu árin 1987 og 1990.

Borgarstjórn í Napoli þurfti að staðfesta nafnabreytinguna og var það gert í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner