Newcastle er að skoða möguleika sína í kjölfarið á slæmum meiðslum hjá Nick Pope.
Það er talið að enski markvörðurinn verði frá í allt að fjóra til fimm mánuði. Óvíst er hvort að hann spili meira á þessu keppnistímabili eftir að hann varð fyrir axlarmeiðslum í leik gegn Manchester United.
Það er talið að enski markvörðurinn verði frá í allt að fjóra til fimm mánuði. Óvíst er hvort að hann spili meira á þessu keppnistímabili eftir að hann varð fyrir axlarmeiðslum í leik gegn Manchester United.
Englendingurinn hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðustu ár og það er mikið högg fyrir Newcastle að missa hann í svona löng meiðsli.
Samkvæmt Daily Mail þá er David de Gea einn af þeim möguleikum sem Newcastle er að skoða. De Gea var lengi vel einn besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar en hann er enn án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United síðasta sumar.
Martin Dubravka kom inn í stað Pope gegn Man Utd og kláraði leikinn. Dubravka mun líklega taka stöðu hans til að byrja með en Newcastle getur samið við De Gea núna þar sem hann er enn án félags.
Athugasemdir