Heimild: Vaxjö
Bryndís Arna Níelsdóttir hefur yfirgefið sænska félagið Växjö en félagið greinir frá þessu.
Bryndís gekk til liðs við Växjö í fyrra frá Val. Hún meiddist í apríl og hefur lítið getað spilað síðan þá. Hún spilaði 22 leiki fyrir liðið.
„Þrátt fyrir endurtekin meiðsli hefur hún sýnt mikla fagmennsku og sterka hollustu við liðið. Jafnvel þótt hún hafi verið lengi í ræktinni hefur hún tekið virkan og jákvæðan þátt , alltaf til staðar og með jákvæða orku. Hún býður sig rausnarlega fram og hefur verið verðmætur liðsfélagi bæði innan vallar sem utan," segir í tilkynningu félagsins.
Kim Focic Aberg, íþróttastjóri félagsins, hrósaði henni fyrir að leggja hart að sér við erfiðar aðstæður og óskaði henni alls hins besta í framtíðinni.
Athugasemdir

