Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 05. mars 2020 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Tryggvi með þrennu - Fylkir lagði Fram
Sjáðu mörkin úr Akraneshöllinni
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þrennu fyrir Skagamenn
Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þrennu fyrir Skagamenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA vann Leikni R. 4-1 í A-deild Lengjubikars karla í kvöld á meðan Fylkir lagði Fram að velli 2-1. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði þrennu fyrir Skagamenn í Akraneshöllinni.

Skagamenn unnu annan leikinn sinn í riðli 1 í Lengjubikarnum en Tryggvi Hrafn skoraði tvö fyrstu mörk ÍA en Stefán Teitur Þórðarson lagði annað markið upp.

Viktor Jónsson gerði þriðja markið áður en Leiknismenn minnkuðu muninn en Dagur Austmann átti þrumuskot fyrir utan teig sem söng í netinu.

Leiknismenn gátu minnkað muninn er liðið fékk vítaspyrnu en Árni Snær Ólafsson varði frá Sævari Atla Magnússyni. Tryggvi Hrafn gerði þá út um leikinn með fjórða marki Skagamanna úr vítaspyrnu eftir að brotið var á Viktori Jónssyni. Lokatölur 4-1.

ÍA er með 6 stig eftir fjóra leiki en Leiknir með 3 stig eftir þrjá leiki.

Fylkir vann þá Fram 2-1 í riðli 2 í A-deildinni en öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Fram er án stiga eftir þrjá leiki en Fylkir er með 7 stig eftir fjóra leiki.

Úrslit og markaskorarar:

ÍA 4 - 1 Leiknir R.
1-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('13 )
2-0 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('27 )
3-0 Viktor Jónsson ('52 )
3-1 Dagur Austmann ('56 )
4-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('80, víti )

Fram 1 - 2 Fylkir
0-1 Valdimar Þór Ingimundarson ('3)
0-2 Sam Hewson ('36)
1-2 Fred ('45)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner