Njarðvíkingar voru grátlega nálægt því að landa sínum fyrsta sigri í Inkasso deildinni og það strax í fyrstu umferð en jöfnunarmark Þróttara á síðustu andartökum leiksins grátlega niðurstaða úr því sem komið var fyrir Njarðvíkinga.
Lestu um leikinn: Njarðvík 1 - 1 Þróttur R.
„Að fá mark á okkur á 95. er mjög svekkjandi en ég er gífurlega ánægður með strákana í dag" sagði Rafn Markús Vilbergsson eftir leik Njarðvíkur og Þróttar í fyrstu umferð Inkasso deild karla.
Þessi lið mættust í 32. liða úrslitum mjólkurbikarsins á mánudaginn sl. þar sem Þróttur sigraði 4-2 þannig Njarðvík átti harma að hefna.
„Það má segja að það hafi verið góður undirbúningur fyrir þennan leik, Gulli er nýtekinn við þannig það var erfitt að greina þá fyrir leikinn þannig þetta var besti möguleikinn að sjá hvað þeir eru að gera"
Njarðvíkingum er spáð 11.sæti fyrir mót þannig það var virkilega sterkt fyrir þá að byrja mótið vel mikilvægt fyrir þá að vera komnir með punkt á töflunna strax í fyrstu umferð.
„Fyrirfram er það sterkt en miðað við gang leiksins og nítugustu og eitthvað mínútu að þá hefðum við viljað náð þrem en við erum sáttir með stigið "
„Við þurfum mörg stig í sumar og þetta er eitt af þeim".
Verða einhverjar fleirri breytingar á hópnum fyrir sumarið?
„Nei, það verða ekki fleirri breytingar"
Viðtalið í heild sinni hér að ofan
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir