Kristján Ómar, þjálfari Hauka var skiljanlega svekktur eftir 2-1 tap á Extra-vellinum í Grafarvogi í dag. Haukar voru með yfirhönd í síðari hálfleiknum á stórum kafla án þess þó að ná að skapa sér almennileg marktækifæri. Mark kom þó en ekki fyrr en á síðustu andardráttum uppbótartímans.
Lestu um leikinn: Fjölnir 2 - 1 Haukar
"Mikil vonbrigði. Glatað tækifæri til að stimpla sig strax inn í mótið. Með aðeins meira hugrekki og meiri gæðum á síðasta þriðjungi hefðum við getað hrifsað til okkar. Það var ýmislegt í boði hérna í dag."
"Svona heilt yfir fannst mér leikurinn bara heilt yfir ekki nógu góður. Hvorugt lið spiluðu leik sem fólkið átti skilið að sjá. Ætla ekki að setja það á einhvern hroll, ég held að það hafi ekki verið einhver hrollur í leikmönnum sem er oft hægt að afsaka sig með í fyrstu umferð. Það voru sárafá tækifæri á báða vegu því miður. Við byrjuðum ekki að ógna nógu snemma og markið kom of seint."
Haukar voru í harðri fallbaráttu mest allt síðasta sumar og er Kristján Ómar brattur að svo verði ekki raunin í ár. Markmið Hauka er að vera í efri hluta deildarinnar en þeim er spáð 8. sæti.
Athugasemdir