Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 05. júní 2020 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höskuldur og Rasmus afhentu Píeta samtökunum 450 þúsund krónur
Úr æfingaleik Breiðablik og Vals.
Úr æfingaleik Breiðablik og Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik og Val tókst að safna 450 þúsund krónum fyrir Píeta samtökin með æfingaleik sem liðin spiluðu á dögunum.

Allur ágóði af miðasölu á æfingaleiknum, sem var stórskemmtilegur og endaði með 3-3 jafntefli, rann til Píeta samtakana. Píeta samtökin bjóða upp á þjónustu fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Nánar er hægt að lesa um samtökin hérna.

Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks, og Rasmus Christiansen, leikmaður Vals, færðu samtökunum 450 þúsund krónurnar í dag.

Hér að neðan er mynd.


Athugasemdir
banner
banner