Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Hugarburðarbolti Þáttur 15
Enski boltinn - Alveg búinn á því og hvar ræðst titilbaráttan?
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Útvarpsþátturinn - Besta, Lengjan og Arne Slot skýrsla
Hugarburðarbolti Þáttur 14
Innkastið - Víkingar fá hjálp sem þeir þurfa ekki
Enski boltinn - Ef ég tala, þá er ég í miklum vandræðum
Útvarpsþátturinn - Lengjuspáin, úrvalslið og bikarstuð
Hugarburðarbolti þáttur 13
Enski boltinn - Heimskur og heimskari
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Niðurtalningin - Endar titillinn enn eitt árið á Hlíðarenda?
Niðurtalningin - Silfur er alls ekki nóg í Kópavoginum
Niðurtalningin - Dreymir um að endurtaka leikinn frá 2012
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
   mán 05. júní 2023 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leið næstum yfir Freysa - „Ótrúlega stoltur að hafa staðið með sjálfum mér"
Mynd: Getty Images
Lyngby hélt sér uppi í Superliga á laugardaginn með því að fá stig gegn Horsens í lokaumferðinni. Stigið dugði þar sem Álaborg tapaði gegn Silkeborg. Niðurstaðan varð sú að Lyngby og Horsens enduðu með jafnmörg stig en Lyngby var með betri markatölu. Álaborg var svo með stigi minna.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og þeir Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru leikmenn liðsins. Lyngby var í neðsta sæti deildarinnar frá því í ágúst og þar til Silkeborg komst yfir gegn Álaborg á laugardag.

Á tímapunkti var Lyngby sextán stigum frá öruggu sæti en þjálfaranum og liðinu tókst kraftaverkið og Lyngby verður áfram í deild þeirra bestu í Danmörku.

Sæbjörn Steinke ræddi við Frey í dag og fór yfir lokaflautið, afrekið, Silkeborg, trúna, íslensku leikmennina, þjálfarastarfið og álagið sem því fylgir og ýmislegt fleira.

Viðtalið má nálgast í spilaranum að ofan, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.

Sjá einnig:
Silkeborg sendi Lyngby af stað - „Ógeðslega vel gert hjá Freysa og liðinu"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner