Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
Upphitun fyrir bikarúrslitaleikinn: Stuðningsmenn ræða málin
Leiðin á Laugardalsvöll - Stórskemmtilegt fyrirbæri
Viktor Örlygur á leið í sinn fimmta bikarúrslitaleik
Hugarburðarbolti GW4 Haaland heldur bara áfram sínu striki
Haukur Heiðar - Bikarúrslit, Deano og Alexander Isak
Innkastið - Rembingur og klaufabárðar
Enski boltinn - Að harka út sigur og getur Liverpool barist um titilinn?
Tveggja Turna Tal - Ólafur Helgi Kristjánsson
Útvarpsþátturinn - Kennslustund á Meistaravöllum
Einn mesti sigurvegari sem hefur spilað í íslenskum fótbolta
Innkastið - Landsliðið og Lengjudeildin
Tveggja Turna Tal - Hákon Sverrisson
Útvarpsþátturinn - Gamla og nýja bandið búa til smelli
Hugarburðarbolti GW3 Er Haaland mennskur?
Enski boltinn - Liverpool fékk betri sköllótta Hollendinginn
Innkastið - Víkingur vann veika Valsmenn og spjót beinast að Túfa
Tveggja Turna Tal - Sigurvin Ólafsson
Útvarpsþátturinn - Þegar einn gluggi lokast opnast annar
Staðan tekin í Bestu deild kvenna nú þegar deildin er skipt
Tveggja Turna Tal - Arnar Grétarsson
banner
   mán 05. júní 2023 12:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Leið næstum yfir Freysa - „Ótrúlega stoltur að hafa staðið með sjálfum mér"
Mynd: Getty Images
Lyngby hélt sér uppi í Superliga á laugardaginn með því að fá stig gegn Horsens í lokaumferðinni. Stigið dugði þar sem Álaborg tapaði gegn Silkeborg. Niðurstaðan varð sú að Lyngby og Horsens enduðu með jafnmörg stig en Lyngby var með betri markatölu. Álaborg var svo með stigi minna.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og þeir Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Birgir Finnsson og Sævar Atli Magnússon eru leikmenn liðsins. Lyngby var í neðsta sæti deildarinnar frá því í ágúst og þar til Silkeborg komst yfir gegn Álaborg á laugardag.

Á tímapunkti var Lyngby sextán stigum frá öruggu sæti en þjálfaranum og liðinu tókst kraftaverkið og Lyngby verður áfram í deild þeirra bestu í Danmörku.

Sæbjörn Steinke ræddi við Frey í dag og fór yfir lokaflautið, afrekið, Silkeborg, trúna, íslensku leikmennina, þjálfarastarfið og álagið sem því fylgir og ýmislegt fleira.

Viðtalið má nálgast í spilaranum að ofan, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.

Sjá einnig:
Silkeborg sendi Lyngby af stað - „Ógeðslega vel gert hjá Freysa og liðinu"
Athugasemdir
banner
banner
banner