Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. ágúst 2020 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Evrópudeildin í dag - Man Utd mætir LASK Linz á Old Trafford
Manchester United mætir LASK Linz
Manchester United mætir LASK Linz
Mynd: Getty Images
Seinni umferðin í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar hefst í kvöld en tæpir fimm mánuðir eru frá því að fyrri umferðin fór fram. Manchester United mætir LASK Linz frá Austurríki.

Ragnar Sigurðsson og hans menn í FCK mæta Istanbul Basaksehir en tyrkneska liðið vann fyrri leikinn 1-0 í Tyrklandi.

Wolfsburg mætir Shakhtar í Úkraínu. Shakhtar vann fyrri leikinn 2-1 í Þýskalandi. Man Utd spilar þá við LASK Linz. United vann 5-0 stórsigur í Austurríki og er því í þægilegri stöðu fyrir seinni leikinn í kvöld.

Inter og Getafe spila aðeins einn leik en hann fer fram á VELTINS-leikvanginum í Þýskalandi.

Leikir dagsins:
16:55 FC Kobenhavn - Istanbul Basaksehir
16:55 Shakhtar D - Wolfsburg
19:00 Man Utd - LASK Linz
19:00 Inter - Getafe
Athugasemdir
banner
banner