Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 05. ágúst 2020 12:00
Magnús Már Einarsson
Ferran Torres skýtur á fyrirliða Valencia
Mynd: Getty Images
Manchester City keypti í gær kantmanninn Ferran Torres í sínar raðir frá Valencia. Hinn tvítugi Torres lét í sér heyra í viðtali við Marca eftir félagaskiptin.

Þar lét hann í ljós óánægju sína með Dani Paerjo, fyrirliða Valencia.

„Mér fannst hann ekki vera góður fyrirliði fyrir mig. Parejo er frábær leikmaður en ég átti persónulega aldrei í góðu sambandi við hann," sagði Torres.

„Þegar ég kom 17 ára inn í aðalliðið þá liðu margar vikur áður en hann sagði 'góðan daginn' við mig."

„Það versta var þegar Marcelino var látinn fara sem þjálfari. Ég og Kangin (Lee) vorum sagðir vera sökudólgar í búningsklefanum."

Athugasemdir
banner