Man City, Man Utd og Arsenal á eftir Etta Eyong - Milan hefur áhuga á Zirkzee - Bayern í viðræðum um bakvörð
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fös 05. ágúst 2022 22:12
Anton Freyr Jónsson
Davíð Smári: Gjörsamlega óboðlegt fyrir lið í næst efstu deild
Lengjudeildin
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta leikur tveggja góða liða. Greinilega vel upplagður af báðum liðum. Mér fannst við stýra þessum leik töluvert meira en þeir, fengum vissulega fleiri færi en þeir og hefðum átt að klára þetta og það sérstaklega í lokin." sagði Davíð Smári Lamude eftir 0-0 jafnteflið við Fjölni í mjög bragðdaufum leik í Safamýrinni í kvöld

Lestu um leikinn: Kórdrengir 0 -  0 Fjölnir

Davið Smári var spurður hvernig Kórdrengir hafi lagt leikinn upp í kvöld og talaði hann fyrst og fremst um varnarleik liðsins.

„Við ætluðum fyrst og fremst aðeins að huga að varnarleiknum okkar, við höfum verið að leka mörkum og það var kannski svona lagður pínu fókus á það og líka bara fyrir það sem framundan er að reyna vinna í þessum göllum sem hefur verið í vörninni hjá okkur."

Kórdrengir sitja í áttunda sæti sæti deildarinnar með 18.stig og var Davíð Smári spurður hver markmið liðsins væru það sem eftir lifi móts.

„Markmiðið hjá okkur er náttúrulega bara að spila fyrir klúbbinn, spila fyrir okkur sjálfa og halda okkar stollti, þetta hefur verið svolítið stöngin út hjá okkur í sumar en við höfum sýnt inn á milli frábæra spilamennsku en það eru svo margir faktorar sem kannski útskýra það að staðan er eins og hún er."

„Við fáum okkar heimavöll ekki fyrr en í sjöundu umferð , við erum að æfa hérna út um allan bæ á mismunandi æfingatímum. Ég var með æfingaplan einn dag fram í tíman og við fáum klefa og heimavöll í sjöundu umferð og fyrir lið í næst efstu deild er það gjörsamlega óboðlegt og þau loforð sem við fengum frá vissum aðilum voru öll svikin og það bara því miður þarf að vera ákveðin rammi í kringum svona lið þegar þú ert að spila á þessu leveli og hann var bara alls ekki en allt hrós til leikmanna."

Viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan. 


Athugasemdir
banner