Það er hart tekist á undir lok íslenska fótboltasumarsins. Í kvöld varð endanlega ljóst að Selfoss kveður Bestu deildina, Valur og Stjarnan fara í ferðalag í góðum gír og Þróttarar hafa fundið markaskónna á ný. Enn er svo barist um að fylgja Víkingum upp í efstu deild. Af ýmsu er að taka og þau Elísa Gígja Ómarsdóttir og Sverrir Örn Einarsson mæta á Heimavöllinn til að fara yfir það helsta. Í boði Orku Náttúrunnar og Dominos.
Á meðal efnis:
- (Staðfest) á Selfoss
- Hvernig verður styttan af Olgu á litinn?
- Erfiðasti leikur sumarsins að lýsa
- ON-leikmenn efri og neðri hluta
- Heitastar í Evrópu
- Þjálfarakapallinn hafinn
- Leikur tveggja hálfleikja í Kópavogi
- Kvikindisleg Dominos spurning
- Magnað afrek í Breiðholtinu
- Úrslitaleikur í Lengjunni
- Meistaradeildin með morgunkaffinu
- Þetta og margt fleira í þætti dagsins.
Hlustaðu hér að ofan, í gegnum hlaðvarpsveituna þína eða á Heimavöllurinn.is
Þátturinn er í boði Dominos og Orku náttúrunnar.
Athugasemdir