Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   mán 05. október 2020 16:41
Elvar Geir Magnússon
Hertha Berlín fær Guendouzi lánaðan (Staðfest)
Þýska félagið Hertha Berlín hefur fengið miðjumanninn Matteo Guendouzi lánaðan frá Arsenal út tímabilið.

Guendouzi stóðst læknisskoðun og Berlínarfélagið tilkynnti um félagaskiptin rétt áðan.

Þessi 21 árs franski leikmaður var úti í kuldanum hjá Mikel Arteta, stjóra Arsenal.

Guendouzi fer í treyju númer átta og segist spenntur fyrir nýrri áskorun.

Hertha Berlín hefur einnig fengið paragæska miðvörðinn Omar Alderete frá Basel í Sviss en selt Karim Rekik til Sevilla.


Athugasemdir
banner
banner