Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 05. október 2020 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Udinese fær Deulofeu og Pussetto frá Watford (Staðfest)
Deulofeu skoraði 4 mörk í 17 Serie A leikjum þegar hann var hjá AC Milan.
Deulofeu skoraði 4 mörk í 17 Serie A leikjum þegar hann var hjá AC Milan.
Mynd: Getty Images
Watford og Udinese eru í eigu ítölsku Pozzo fjölskyldunnar og var Udinese að næla sér í tvo leikmenn að láni frá Watford, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra.

Þessir tveir leikmenn eru Gerard Deulofeu og Ignacio Pussetto, fjölhæfir framherjar.

Deulofeu ættu flestir að kannast við en hann hefur leikið fyrir Barcelona, Sevilla, AC Milan og Everton á ferlinum. Hann er 26 ára gamall og kemur að láni út tímabilið.

Pussetto spilaði 50 leiki hjá Udinese áður en hann var seldur til Watford núna í janúar. Hann spilaði sjö leiki er Watford féll úr úrvalsdeildinni og er ekki með sæti í byrjunarliðinu.

Udinese festi einnig kaup á Roberto Pereyra á dögunum. Hann gerði garðinn frægan með Udinese en skipti svo yfir til Watford og er nú kominn aftur til Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner