Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
   þri 05. nóvember 2024 20:08
Elvar Geir Magnússon
„Spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með“
Icelandair
Íslenska U17 landsliðið er gríðarlega efnilegt.
Íslenska U17 landsliðið er gríðarlega efnilegt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lúðvík Gunnarsson er öruggur á því að fleiri úr þessum hóp séu á leiðinni út.
Lúðvík Gunnarsson er öruggur á því að fleiri úr þessum hóp séu á leiðinni út.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Íslenska U17 landsliðið er komið á næsta stig undankeppni EM en liðið lenti í öðru sæti í riðlinum sem spilaður var hér á landi. Í dag mættu strákarnir Spáni í lokaleiknum en fyrir hann var ljóst að þessi tvö lið færu áfram.

Niðurstaðan varð 2-2 jafntefli í kvöld eftir að Ísland vann sannfærandi sigra gegn Norður-Makedóníu (4-1) og Eistlandi (3-1) í hinum leikjunum. Lúðvík Gunnarsson þjálfari U17 landsliðsins er að vonum ánægður með árangurinn.

Lestu um leikinn: Ísland U17 2 -  2 Spánn U17

„Við erum með hörkulið, marga flotta stráka og marga X-faktora. Það eru margir komnir út og ég er alveg öruggur á því að það eru fleiri á leiðinni," sagði Lúðvík við Fótbolta.net eftir leikinn í kvöld en sex í íslenska hópnum eru hjá dönskum félögum

„Við vorum ekkert hræddir, við þorðum að stíga á þá og þorðum að spila. Það var bara ekki bara leið eitt. Þegar við erum með svona flotta gaura er mikilvægt að menn þori að spila fótbolta. Svona leikur sýnir að þeir geta spilað við hvaða lið sem er. Ég er ógeðslega stoltur af þessum gæjum."

Gunnar Orri Olsen sem er hjá FC Kaupmannahöfn jafnaði í 2-2 á 84. mínútu og svo hefði annar FCK strákur, Viktor Bjarki Daðason, getað skorað sigurmarkið í lokin en þá skaut hann framhjá úr hörkufæri.

„Við hefðum getað stolið þessu í restina, Viktor Bjarki var óheppinn. Hann fékk boltann í sköflunginn. Egill (Orri Arnarsson) bjargaði okkur tvisvar og Siggi markvörður (Sigurður Jökull Ingvason) stóð sig frábærlega. Spænska liðið er hrikalega gott en við vorum alltaf inní þessu og náðum ógna. Þetta var flottur leikur."

Dregið verður í næsta stig undankeppninnar í desember og Lúðvík er spenntur fyrir því að sjá hverjir mótherjar Íslands verða, og hvar sá riðill verður leikinn.

„Frábært að fá að spila þennan riðil á Íslandi, það er ekki oft sem það gerist. Drengirnir hafa elskað það, vel hugsað um okkur á hótelinu og Siggi Dúlla er í öllum hlutverkum í undirbúningi. Teymið sem var með mér var geggjað. Þetta er spennandi hópur sem er ógeðslega gaman að vinna með."

Ýmislegt fleira kemur fram í viðtalinu við Lúðvík sem sjá má í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner